Fimmtudagur, 27. mars 2014
Cirkus ríkisstjórnar heldur áfram
Annar þáttur í cirkus ríkisstjórnarinnar í skuldamálum heimilanna fór fram á gær.Leikendur voru þeir sömu og áður,Sigmundur Davíð og Bjarni.Þeir sýndu ýmis töfrabrögð.Sigmundur Davíð sagði t.d.,að þarna væru um að ræða mestu efndir sögunnar? Hann á sennilega við hlutfallslegar efndir,þar eð nýlega hafa leiðtogar stjórnarinnar fremið mestu svik lýðveldistímans með því að svíkja kosningaloforðið um að láta fara fram þjóðaratkvæðagreiðslu um aðildarviðræður við ESB.
Gylfi Arnbjörnsson forseti ASÍ segir,að ríkisstjórnin láti ekki skuldalækkun ná til þeirra,sem séu í félagslegu húsnæði.Þeir fái enga lækkun. Og hið sama gildir raunar um tekjulægsta og eignaminnsta fólkið.Það fær enga lækkun á sama tíma og ætlunin er að nota skattpeninga almennings í að lækka skuldir þeirrra,sem ekki þurfa á lækkun að halda.Leiðtogar stjórnarandstöðunnar,Árni Páll og Katrín Jakobsdóttir gagnrýna þetta harðlega.
Framsókn lofaði í kosningabaráttunni 350 milljarða lækkun á skuldum heimilanna sem sóttar yrðu til vogunarsjóðanna í þrotabúum bankanna.Þessi upphæð hefur alltaf verið að skreppa meira og meira saman.Hún er nú komin í 80 milljarða,sem skiptist á 4 ár,þ.e. 20 milljarða á ári.Þetta er orðið minna en ríkisstjórn Jóhönnu lét í auknar vaxtabætur! Til þess að fegra myndina segja töframennirnir í cirkus ríkisstjórnarinnar,að almenningur "fái" 70 milljarða úr séreignalífeyrissparnaði. Þ.e. ríkisstjórnin ætllar að leyfa almenningi að nota 70 milljarða úr eigin lífeyrissjóði og kallar það skuldalækkun!
Ríkisstjórnin minnist ekki lengur á vogunarsjóðina.Nú á einfaldlega að sækja peninga í ríkissjóð,borga 20 milljarða á ári af skattfé almennings til þess að færa peninga til þeirra,sem betur eru staddir.Hinir fá ekkert.
Björgvin Guðmundsson
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.