Föstudagur, 28. mars 2014
Slæmur hagvöxtur verður góður !
Eitt af því,sem fór mjög fyrir brjóstið á íhaldi og framsókn í tíð ríkisstjórnar Jóhönnu var,að það tókst fljótlega að ná upp góðum hagvexti og meiri en í grannlöndum okkar í Evrópu.Stjórnarandstaðan tók þá upp á því að segja ,að þetta væri slæmur hagvöxtur, þar eð hann byggðist á úttekt séreignasparnaðar og aukinni einkaneyslu og því var síðan bætt við, að þessi hagvöxtur væri líka tilkominn vegna makrílveiða.Hagvöxturinn væri hins vegar ekki byggður á aukinni fjárfestingu.Hún væri alltof lág.
En nú eru þeir, sem töluðu svona illa um hagvöxtinn komnir í ríkisstjórn og þá bregður svo við, að slæmi hagvöxturinn er allt í einu orðinn góður hagvöxtur.Ekkert er lengur minnst á mikla einkaneyslu og litla fjárfestingu en þó er fjárfesting svipuð og áður.Nú er aðeins sagt, að hagvöxtur hér sé einna hæstur í Evrópu, eins og áður var.Meira að segja er makrílnum ekki lengur kennt um! Það " gleymist " hins vegar hjá núverandi stjórn að halda því til haga, að það var ríkisstjórn Jóhönnu,sem lagði grundvöllinn að þeim hagvexti sem hér er í dag.
Björgvin Guðmundsson
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.