Laugardagur, 29. mars 2014
Ríkisstjórnin skuldar lífeyrisþegum 17 milljarða vegna kjaragliðunarinnar.Aldraðir og öryrkjar þurfa þá peninga strax
Ríkisstjórnin er alltaf að guma af því að hún hafi gert mikið fyrir aldraða og öryrkja.En það eina sem hún hefur gert er að hækka frítekjumark vegna atvinnutekna úr 40 þús. á mánuði í 110 þús. kr. á mánuði.Sú breyting kostar ríkissjóð lítið sem ekkert,þar eð ríkið fær miklar skatttekjur af atvinnutekjunum,ef einhverjir eldri borgarar fara út á vinnumarkaðinn.Hin breytingin,sem ríkisstjórnin gerði fyrir lífeyrisþega var að endurreisa grunnlífeyri þeirra,sem misstu hann 2009 vegna lífeyrissjóðstekna.Þessi breyting kostar 800 mill.kr. á ári.Þriðja breytingin,sem ríkisstjórnin hefur eignað sér er verk fyrri ríkisstjórnar en þar er um að ræða lækkun á skerðingarhlutfalli tekjutryggingar úr 45% í 38% en fyrri ríkisstjórn gekk þannig frá því máli,að lögin skyldu falla úr gildi um sl. áramót.Þessi skerðing var því tímabundin.
En stjórnarflokkarnir lofuðu að leiðrétta kjaragliðnun krepputímans,sem lenti á öldruðum og öryrkjum.Það hafa þeir svikið.Það hefur ekki verið látin ein króna í þá leiðréttingu.Til þess að leiðrétta kjaragliðnunina þarf að hækka lífeyri aldraðra og öryrkja um 20% a.m.k Það kostar 17 milljarða.Aldraðir og öryrkjar þurfa þá peninga strax.Ríkisstjórnin verður að efna þetta kosningaloforð og hætta að guma af þessu lítilræði,sem hefur verið gert.Það lítilræði hefur raunar allt verið tekið til baka og rúmlega það.Hækkun á gjaldskrám í heilbrigðiskerfinu um sl. áramót og lækkun á niðurgreiðslum vegna ýmissa hjálpartækja þurrkar út kjarabæturnar og rúmlega það.
Björgvin Guðmundsson
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Það er orðin þjóðarskömm hvernig farið er með þann hóp sem er alfarið á naðarskorpum frá TR.
Það eru sem betur fer ekki allir aldraðir sem þurfa hærri bætur- margir hafa digra sjóði.
En það er afgangshópurinn sem lifir á naumum skamti- rett til að halda ser á lífi sem þarf hækkun. Þeir sem búa einir og þeir sem hafa ekkert uppá að hlaupa- og hafa jafnvel skuld á húsnæði .
Allar vörur og þjónusta hækkar og ráðist á sjúka með hækkun lyfja og læknisþjónustu.
Það á að fara með þetta mál fyrir Alþjóðadómstól.
Erla Magna Alexandersdóttir, 29.3.2014 kl. 18:28
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.