Sunnudagur, 30. mars 2014
Seðlabankinn: Niðurfærslan getur haft verðbólguáhrif
Seðlabankinn telur,að skuldaniðurfærsla ríkisstjórnarinnar geti leitt til verðbólgu.Bankinn bendir á ,að þessi aðgerð geti stuðlað að aukinni einkaneyslu,sem geti aukið verðbólgu og haft neikvæð áhrif á viðskiptajöfnuðinn. Seðlabankinn er andvígur almennri skuldaniðurfærslu og telur sértækar aðgerðir í skuldamálum heimilanna eðlilegri.
Verðbólgan er nú í fyrsta sinn um langt skeið komin niður fyrir verðbólgumarkmið Seðlabankans. Ef álit bankans á áhrifum skuldaniðurfærslunnar gengur eftir, gæti verðbólgan, fljótlega eftir að niðurfærsla skulda hefst, farið á ný upp fyrir verðbólgumarkmið Seðlabankans.
Skoðanir eru skiptar um áhrif skuldaniðurfærslunnar. En varað hefur verið við því að taka út séreignasparnað og nota til greiðslu á húsnæðisskuldum.Hefur verið bent á, að við verðbólguskot gæti séreignasparnaðurinn brunnið upp á stuttum tíma.Ég tel, að það hafi verið réttlætanlegt að taka út séreignasparnað (lífeyrissparnað) fljótlega eftir hrun vegna neyðarástands í fjármálum, sem ríkti hjá mörgum fjölskyldum.En öðru máli gegni nú.Ástandið hefur lagast og ekki er nauðsynlegt að taka út sparnað,sem ætlaður er til efri áranna.
Björgvin Guðmundsson
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 14:49 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.