Mánudagur, 7. apríl 2014
Niðurfærslan komin niður í 72 milljarða!
Enn skreppur upphæðin saman,sem ríkisstjórnin segist ætla að láta í niðurfærslu skulda á 4 árum.Nú er upphæðin komin í 72 milljarða eða 18 milljarða á ári.Þetta er miklu minna en ríkisstjórn Jóhönnu Sigurðardóttur gerði í skuldamálum heimilanna en sú stjórn hækkaði vaxtabætur og tók upp sérstakar vaxtabætur,stjórnin færði niður skuldir samkvæmt svokallaðri 110% leið og fólk fékk niðurfærslu skulda samkvæmt skuldaaðlögun hjá umboðsmanni skuldara.Ríkisstjórn Framsóknar og íhalds hefur fellt niður sérstakar vaxtabætur og lækkað vaxtabætur,þannig að það kemur auðvitað til frádráttar skuldaniðurfærslu núverandi stjórnar.Í kosningabaráttunni sagði Framsókn,að lækka ætti skulkdir heimilanna um 300-350 milljarða,sem kæmu frá kröfuhöfum þrotabúa bankanna.Nú er ekki minnst á kröfuhafana en peningarnir teknir úr ríkissjóði,72 milljarðar í stað 300-350 milljarða! Síðan " má" fólk nota séreignalífeyrissparnað sinn til þess að greiða niður húsnæðisskuldir.Það þýðir,að þegar fólk fer á eftirlaun verður minni lífeyrir til ráðstöfunar.
Björgvin Guðmundsson
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.