Þriðjudagur, 8. apríl 2014
Niðurfærslan eykur verðbólgu og hækkar vexti!
Skuldaniðurfærsla ríkisstjórnarinnar eykur verðbólgu um 1 prósentustig og hún hækkar vexti einnig um 1 prósentustig.Þessir tveir þættir,verðbólga og vextir skipta einna mestu máli fyrir lífskjör almennings.Þegar verðbólgan minnkar batna lífskjör almennings en þegar hún eykst versna lífskjörin og verðtryggðu lánin hækka.Þegar vextir lækka, batna lífskjörin en þegar þeir hækka versna lífskjörin,greiðslubyrðin eykst.Það er því kaldranalegt, að ráðstöfun sem á að bæta lífskjör almennings með niðurfærslu skulda skuli jafnframt rýra lífskjörin.Margir halda því fram, að skuldaniðurfærslan eyðist fljótlega í verðbólgu.Þetta sé eins og að pissa í skóinn sinn.Við munum fljótlega standa í sömu sporunum á ný.
Guðmundur Steingrímsson formaður Bjartrar framtíðar lagðist á alþingi í gær gegn þessari skuldaniðurfærslu.Hann sagði þetta vera ríkisvæðingu einkaskulda.Margir,sem ekki þyrftu á neinni aðstoð að halda fengju peninga frá ríkinu. Nær hefði verið að nota peningana til þess að lækka skuldir ríkisins og losa okkur við hinar háu vaxtagreiðslur af skuldum sem eru að sliga ríkið og allan almenning.
Björgvin Guðmundsson
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.