Ríkið skuldar eldri borgurum og öryrkjum 29 milljarða

Ríkisstjórnin er alltaf að guma af því, að kjaraskerðingunni, sem lífeyrisþegar urðu fyrir 2009 ,hafi verið skilað aftur. En ríkið hefur aðeins skilað broti af þeirri kjaraskerðingu aftur til aldraðra  og öryrkja.Umrædd kjaraskerðing nam 17 milljörðum kr. til ársloka 2013.Af því hafa stjórnvöld skilað ca. 5 milljörðum.Ríkið skuldar því öldruðum og öryrkjum enn 12 milljarða af þeirri kjaraskerðingu.Kjaraskerðingin,sem kjaragliðnunin á krepputímanum leiddi yfir aldraða og öryrkja,  nemur  einnig 17 milljörðum. Þá er  ekki reiknuð nein afturvirkni heldur aðeins reiknað hvað það kostar að hækka lífeyri aldraðra og öryrkja um 20% í dag en talið er að lífeyrir þurfi að hækka  um þá prósentu í dag  til þess að jafna kjaragliðnunina.Báðir stjórnarflokkarnir lofuðu því fyrir kosningar að bæta lífeyrisþegum kjaragliðnun krepputímans.Ríkið skuldar því öldrðum og öryrkjum a.m.k 29 milljarða.Lífeyrisþegar þurfa að fá þá peninga strax. Þeir hafa ekki efni á því að lána ríkinu þá fjármuni lengur.

 

Björgvin Guðmundsson 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband