Samfylkingin sækir fram í Reykjavík

Samkvæmt síðustu skoðanakönnun Capacent um fylgi  flokkanna í Reykjavík er Samfylkingin orðin stærsti flokkurinn í borgarstjórn Reykjavíkur,með 28% atkvæða og 5 borgarfulltrúa.Sjálfstæðisflokkurinn fengi 4 fulltrúa samkvæmt þessari könnun og Björt framtíð 4.Það virðist nokkuð öruggt,að Samfylkingin og Björt framtíð haldi meirihlutanum í borgarstjórn en vilji flokkanna stendur til þess að starfa áfram saman.Samkvæmt þessu verður Dagur B.Eggertsson, leiðtogi Samfylkingarinnar í Reykjavik, næsti borgarstjóri en skoðanakannanur segja,að yfir 50% Reykvikinga vilji fá hann í embætti borgarstjóra.Svo virðist því sem Dagur sé að uppskera fyrir gott starf í borgarstjórn.Hann hefur leitt farsælt samstarf við Jón Gnarr og Besta flokkinn og hann hefur stjórnað mikilvægri málefnavinnu  Samfylkingarinnar í borgarmálum,m.a. tillögugerð í húsnæðismálum en samkvæmt þeim ætlar Samfylkingin að beita sér fyrir byggingu fjölda leiguíbúða í Reykjavík svo og lítilla söluíbúða.Mikil vöntun er á litlum íbúðum í Reykjavík,sem henta mundu ungu fólki,sem er að byrja búskap.Það leiðir huga minn að því, að fyrsta tillagan sem ég flutti í borgarstjórn árið 1962 var um byggingu lítilla íbúða fyrir ungt fólk,sem væri að byrja búskap.

Björgvin Guðmundsson 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband