Miðvikudagur, 21. janúar 2015
Of mikið gert úr máli Björgvins G.Sigurðssonar
Það er virðingarvert að Björgvin G.Sigurðsson skuli leita sér aðstoðar vegna misnotkunar á áfengi.Hann kveðst hafa átt við drykkjusýki að stríða og telur hana hafa skert dómgreind hans.MArgir málsmetandi menn hafa átt við þessa sýki að stríða og hafa margir geta sigrast á henni og orðið nýtir þjóðfélagsborgarar á eftir.
Fjölmiðlar hafa mikinn áhuga á því að velta sér upp úr óförum annarra,einkum ef þeir sem hlut eiga að máli, hafa verið í stjórnmálum.Mér finnst hafa verið gert alltof mikið úr máli Björgvins G.Sigurðssonar hjá Ásahreppi. Og það er eins og oddvitinn hafi lagt kapp á að sverta Björgvin sem mest.Það var gerður starfslokasamningur við Björgvin sl. fimmtudag.Samt tönnlast oddvitinn á því að Björgvin hafi verið rekinn!Björgvin greiddi skuld sína við hreppinn að fullu sl. föstudag.Oddvitinn minnist ekki á það í viðtölum við fjölmiðlana,að skuldin hafi verið uppgreidd.Og hann kallar fyrirframgreid laun og kaup á myndavél fyrir heimasíðu hreppsins fjárdrátt.Björgvin G. Sigurðsson tilkynnti það skilmerkilega að hann hefði fengið ca.250 þús. kr. sem fyrirframgreidd laun og keypt myndavél fyrir heimasíðuna. Þeir sem fremja fjárdrátt tilkynna ekki fengnar úttektir.Aðrir liðir voru mjög smáir,alger tittlingaskítur.Björgvin G.Sigurðsson viðurkennir að hann hafi farið á svig við reglur við úttekt fjármuna hjá hreppnum.Það er óeðlilegt hvernig þetta mál hefur verið blásið upp.
Björgvin Guðmundsson
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.