Föstudagur, 23. janúar 2015
Ríkisstjórnin sker niður boðaða hækkun lífeyris eldri borgara!
Síðasta haust tilkynnti ríkisstjórnin eldri borgurum,að lífeyrir þeirra frá TR mundi hækka um 3,5% um áramótin.Þetta var tilgreint í fjárlagafrumvarpinu.Þegar kom að skuldadögum sagði ríkisstjórnin,að hækkunin yrði aðeins 3%,þar eð verðlagshækkanir hefðu verið minni en reiknað hafði verið með.Nú stendur í lögum,að við ákvörðun lífeyris aldraðra eigi að taka mið af hækkunum verðlags og launa.Hækkun lægstu launa nam 5% þannig,að ríkisstjórnin þurfti ekki að skera hækkun lífeyris niður um hálft prósentustig.Hún hefði geta hækkað lífeyri um 5% eins og hækkun lægstu launa nam.Hún hefði einnig getað tekið mið af því að hún er ekki farin að efna stærsta kosningaloforð sitt við eldri borgara,þ.e. að leiðrétta lífeyrinn vegnna kjaragliðnunar krepputímans en til þess að framkvæma þá leiðréttingu þarf að hækka lífeyrinn um a.m.k. 20% strax.En það sýnir neikvæða afstöðu ríkisstjórnarinnar til aldraðra að hún skyldi kjósa að skera boðaða hækkun niður í 3%.Kjaranefnd Félags eldri borgara í Reykjavík mótmælti þessu harðlega á fundi sínum í gær.
Björgvin Guðmundsson
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.