Lágmarkslaun og lífeyrir verði 300 þús.kr

Starfsgreinasambandið hefur sett fram kjarakröfur sínar.Sambandið fer fram á að lágmarkslaun hækki í 300 þús kr á mánuði.Það er sanngjörn krafa.Lágmarkslaun verða að duga fyrir framfærslu og 300 þús er lágmark fyrir henni.Lífeyrir aldraðra og öryrkja þarf jafnframt að hækka í sömu fjárhæð ( miðað við einhleypinga,sem hafa einungis tekjur frá TR)Vonandi mun verkalýðshreyfingin bera fram kröfuna um 300 þús kr lífeyri samhliða kröfu um hækkun lágmarkslauna í 300 þús.kr.Lífeyrisþegar verða að treysta á verkalýðshreyfinguna í þvi efni.Samtök atvinnulífsins væla yfir því,að settar séu fram of háar kröfur af hálfu verkafólks.En hið opinbera og atvinnurekendur hafa slegið tóninn í þessu efni með háum samningum við vissar stéttir.Atvinnurekendur og hið opinbera verða að taka á sig þær launahækkanir,sem samið verður um.Ekki má velta þeim út í verðlagið.Þetta þýðir að breyta þarf tekjuskiptingunni þannig að meira komi í hlut verkafólks og minna í hlut launagreiðenda.Þannig má leysa kjaramálin án verðbólgu.

 

Björgvin Guðmundsson


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband