Föstudagur, 20. apríl 2007
Ísland aftarlega á merinni í skólamálum
Ríkisstjórnin er alltaf að guma af því, að Íslendingar standi framarlega í menntamálum í sambanburði við aðrar þjóðir. En tölur frá OECD leiða í ljós,að Ísland er mjög aftarlega á merinni. Ef litið er á opinber útgjöld í háskólana kemur í ljós, að Ísland er í 21. sæti af 30 þjóðum OECD.Við erum með 1,2% af landsframleiðslu en meðaltalið í OECD er 1,4%. Danir eru með 1,8%,Norðmenn 1,8% og Svíar 1,5% og Finnar 1,8%. Hvert 0,5% af landsframleiðslu er 4-5 milljarðar kr.
. Hlutfall Íslendinga á aldursbilinu 25-34 ára sem hafa lokið framhaldsskólanámi er 68% en á hinum Norðurlöndunum er þetta 86-96%. Meðaltalið í OECD er 77% og í ESB 78%. Erum í 23. sæti af 30 þjóðum . Þetta eru ljótar tölur fyrir Ísland og ekki mikið til þess að stæra sig af.
Björgvin Guðmundsson
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.