Sunnudagur, 22. apríl 2007
5000 börn undir fátæktarmörkum á Íslandi
Það er mikill og slæmur blettur á velferðarkerfinu hér hvernig ríkisstjórnin hefur búið að börnum landsins:5000 börn eru undir fátæktarmörkum. Það er mikið verra ástand en á nokkru hinna Norðurlandanna.
Samfylkingin vill stórbæta aðstöðu barna. Samfylkingin hefur birt nýja stefnuskrá í málefnum barna: Unga Ísland. Þar er gert ráð fyrir, að dregið verði úr tekjutengingum barnabóta, að tannvernd barna verði aukin með ókeypis eftirliti og forvarnaraðgerðum og auknum niðurgreiðslum á tannviðgerðum barna. Námsbækur í framhaldsskólum verði nemendum að kostnaðalausu. Hvers vegna er ástandið í málefnum barna eins slæmt hér og raun ber vitni? Ein ástæðan er sú,að barnabætur hafa rýrnað mikið að verðgildi undanfarin 10 ár eða um 10 milljarða einkum vegna þess, að tekjutengingar hafa aukist. En aðalástæðan er sú,að stjórnarflokkarnir hafa rýrt kjör þeirra sem lægstar hafa tekjurnar með skattahækkunum. Skattleysismörkin hafa stöðugt rýrnað . Þau eru 90 þúsund á mánuði í dag en ættu að vera 140 þúsund á mánuði í dag ef þau hefðu fylgt launavísitölu frá 1988.- Samfylkingin ætlar að leiðrétta skattleysismörkin.
Björgvin Guðmundsson
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 11:28 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.