Miklar sveiflur í skoðanakönnunum

Skoðanakannanir um fylgi flokkanna eru mjög misvísandi og misjafnar frá viku til viku. Sveiflur eru miklar og  mismunur mikill eftir því hver framkvæmir kannanirnar. Það er því erfitt að átta sig á því hvað rétt er og hvað gefur bestu vísbendinguna um raunverulegt fylgi flokkanna. Ef litið er á skoðanakannanir um fylgi flokkanna 2003 kemur í ljós, að þá var þetta einnig eins, sveiflur miklar og mismunur mikill milli kannana. Síðustu vikurnar fyrir kosningarnar 2003 sveiflaðist fylgi Samfylkingar samkvæmt könnunum frá 26%-37%. Fylgi Sjálfstæðisflokksins sveiflaðist frá 33%- 42%.Þetta eru jafnvel meiri sveiflur en núna. Fylgi Vinstri grænna sveiflaðist hins vegar ekki mjög mikið 2003 en fylgi Frjálslyndra sveiflaðist mikið í könnunum 2003. Ef litið er á kannanir Capacent Gallup nú kemur í ljós, að fylgi Samfylkingar hefur sveiflast frá 19,4%- 24 % og fylgi Sjálfstæðisflokks hefur sveiflast frá  37%-41%. Þetta eru miklar sveiflur en þó mun minni en 2003.Það hafa einnig verið birtar kannanir um fylgi flokkanna í einstökum kjördæmum. Samfylkingin  hefur komið betur út úr kjördæmakönnunum en könnunum á landsvísu. Í gær kom til dæmis könnun um fylgi flokkanna í Rvík suður og þar var Samfylkingin með 24,9%. Athyglisvert er, að könnunum Fréttablaðsins og Capacent Gallup ber ekki saman. Þar munar talsverðu. Samfylkingin hefur fengið minna fylgi hjá Fréttablaðinu en Gallup. Niðurstaða mín er þessi: Það eru svo miklar sveiflur í könnunum ,  að allt getur enn gerst. Ég hefi trú á því,að Samfylkingin eigi eftir að hækka sig talsvert  og Sjálfstæðisflokkurinn mun eitthvað dala miðað við fyrri reynslu. Björgvin Guðmundsson

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Björgvin Björgvinsson

Takk fyrir fínan pistil. Kvedja, Björgvin B.

Björgvin Björgvinsson, 22.4.2007 kl. 17:55

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband