Eru Íslendingar fátækir:Aðeins 1% ellilífeyrisþega fær fullar bætur á Íslandi

Miklar skerðingar á lífeyri aldraðra þekkjast ekki í nágrannalöndum okkar. Þetta er einstakt fyrir Ísland. Það mætti halda, að Ísland væri fátækt land, sem þyrfti af þeim sökum að íþyngja eldri borgurum.

Í Svíþjóð halda ellilífeyrisþegar öllum sínum bótum óskertum þrátt fyrir aðrar tekjur. Og í Danmörku mega þeir hafa 50 þúsund króna atvinnutekjur án þess að sæta skerðingu. Skerðing verður þar aldrei meiri en 30%. Engin skerðing verður þar vegna greiðslna úr lífeyrissjóði, ekki heldur hjá maka. 70% ellilífeyrisþega í Danmörku eru með  fullar og  óskertar  bætur. Í Svíþjóð er hlutfallið 100%.Engin skerðing sem fyrr segir. 

Aðeins 1% ellilífeyrisþega fær fullar bætur á Íslandi 

 En á Íslandi  fær aðeins 1% ellilífeyrisþega fullar og óskertar bætur.Þannig fer ein ríkasta þjóð heims með  eldri borgarana í sínu landi. 

Björgvin Guðmundsson


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband