Mesta ranglæti Íslandssögunnar

 

 

Eitt mesta ranglæti Íslandssögunnar er  að úthluta nokkrum aðilum ókeypis aflaheimildum,sem  þeir hafa síðan geta braskað með og selt öðrum fyrir offjár. Það var aldrei meiningin, að menn gætu braskað með fiskveiðiheimildir og gengið út úr greininni með  fullar hendur  fjár. Þeir sem hætta útgerð og eiga kvóta, sem þeir fengu  frían, eiga að afhenda hann aftur eigandanum, ríkinu.Fyrsta breytingin á kerfinu á að vera sú að banna framsal.

 

 Opnað verði fyrir nýjum aðilum 

 Fiskveiðistjórnarkerfið  er algerlega lokað fyrir nýjum, aðilum,sem vilja hefja útgerð. Kerfið verður að vera opið fyrir nýjum aðilum og þeir eiga að fá fiskveiðiheimildir á sama grundvelli og þeir,sem upphaflega fengu heimildir.Kvótakerfið  hefur ekki náð  þeim höfuðtilgangi að vernda þorskstofninn. Kerfið hefur  brugðist að því leyti. Það væri því betra að taka upp sóknardagakerfi. Það eina,sem kvótakerfinu hefur tekist vel er að færa gífurlega fjármuni á fárra hendur. Samfylkingin er á móti slíkri misskiptingu og vill leiðrétta hana.

 

Björgvin Guðmundsson


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband