Ójöfnuður og misskipting hefur stóraukist allt valdatímabil Íhalds og Framsóknar frá 1995

 

 

Í gær birti ég blog um aukningu kaupmáttar hér á landi síðustu 4 áratugi.Þar kom fram,að kaupmáttur jókst mest á  áratugnum 1971-1980 eða um til jafnaðar 5,7% á ári. Á þessum áratug sátu tvær vinstri  stjórnir Ólafs Jóhannessonar, ríkisstjórn  Benedikts Gröndal, sem eingöngu var skipuð ráðherrum Alþýðuflokksins og ríkisstjórn Geirs Hallgrímssonar.Þetta er mun meiri kaupmáttaraukning en verið hefur á tímabilinu 1995-2005 en á því tímabili hefur kaupmáttur aukist um 4,5% á ári. Á viðreisnaráratugnum jókst kaupmáttur um 5,2 % á ári. Aukning kaupmáttar hefur verið mikil síðustu 4 áratugina  og hagvöxtur hefur einnig verið mikill án tillits til þess hvaða ríkisstjórnir hafa setið við völd.En gæðunum hefur verið mjög misskipt milli þegnanna eftir því hver hefur stjórnað. Það er áberandi, að misskipting og ójöfnuður hefur stóraukist   eftir að Framsókn og Íhaldið tóku við stjórnartaumunum 1995. Samkvæmt tölum Hagstofunnar er  nú svo komið, að 10% landsmanna býr við fátækt, yfir 5000 börn eru undir fátæktarmörkum, skattleysismörk hafa stórlækkað að verðgildi til, matmælaverð en það hæsta í allri Evrópu, lyfjaverð en það næsthæsta í Evrópu og bankavextir eru þeir hæstu í Evrópu. Almannatryggingakerfið er það versta á Norðurlöndum og kjör aldraðra  þau verstu.Þetta eru afrek ríkisstjórna Íhalds og Framsóknar.

 

Björgvin Guðmundsson


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband