Skattbyrðin á Íslandi aldrei þyngri!

Skattbyrðin á Íslandi aldrei þyngri

 

Þorvaldur Gylfason,prófessor,skrifar grein í Fréttablaðið í dag um viðskilnað ríkisstjórnarinnar. Hann segir, að skattbyrðin hafi þyngst mikið í tíð ríkisstjórnar Íhalds og Framsóknar.Samkvæmt staðtölum OECD hafi skattbyrðin aukist úr 38% af landsframleiðslu 1990 í  48% af landsframleiðslu 2006.Á sama tíma hafi skattbyrðin á evrusvæðinu aukist úr 43% af landsframleiðslu í 45%. Skattbyrðin á Íslandi sé því komin upp fyrir Evrópumeðallag. Hækkun á skattbyrði um 10 prósentustig er mjög mikil hækkun. Hvað mundi íhaldið og Mbl. hafa sagt, ef vinstri stjórn hefði hækkað skattana svo mikið?

Þorvaldur Gylfason segir einnig, að rýrnun skattleysismarka  hafi þyngt skattbyrði lágtekjufólks. Síðan segir Þorvaldur: “ Ríkisstjórnin segir, að það væri of dýrt fyrir ríkissjóð að færa skattleysismörkin aftur í fyrra horf að raungildi. Hún hefur m.ö.o. gert út á skattheimtu af lágum launum. Sjálfstæðisflokkurinn er orðinn að ójafnaðarflokki, þótt hann reyni að sveipa sig sauðargæru rétt fyrir kosningar. Verkin tala.”

 

Björgvin Guðmundsson

 

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband