Norðmenn fá aðstöðu á Kefalvíkurflugvelli. Þegar Smugudeilan leystist

 

  

Samkomulag um samstarf milli Íslands og Noregs um öryggis-og varnarmál verður undirritað í Osló í dag. Samkvæmt samkomulaginu munu norskar herflugvélar fá aðstöðu á Keflavíkurflugvelli og halda uppi eftirlitsflugi og æfingaflugi yfir Íslandi og við landið á friðartímum  . Norðmenn segjast ekki með þessu munu taka ábyrgð á vörnum Íslands, ef til ófriðar kemur. Norðmenn telja samkomulagið vera hagstætt fyrir þá, þar eð rými til æfinga  sé nægilegt á Íslandi en þröngt sé víða í Evrópu og erfitt um æfingar. Þá tala norsku blöðin um það, að þetta samkomulag geti auðveldað Norðmönnum að ná samkomulagi við Ísland um ýmis önnur mál, sem valdið hafa deilum milli landanna svo sem deilunni um Svalbarða.Gert er ráð fyrir,að Íslendingar greiði Norðmönnim, eitthvað fyrir eftirlitið við Ísland.

 Smugudeilan sigldi í strand.Smugudeilan leystist 

Árin 1998-2001 var ég sendifulltrúi við sendiráð Íslands í Osló. Sendiherra var þá Kristinn F.Árnason.Áður hafði Eiður Guðnason verið sendiherra þar. ” Er við komum til  Osló hafði Smugudeilan siglt í strand. Samningaviðræður lágu niðri. Menn höfðu talið, að þýðingarlaust væri að reyna viðræður fyrir Alþingiskosningarnar 1999. Kristinn lagði þó til,  að haldinn yrði samningafundur. Það var gert og deilan leystist”.  Þannig átti Kristinn stóran þátt í því að Smugudeilan leystist. Eftir lausn deilunnar var  samkomulag Íslands og Noregs með besta móti.

 

Björgvin Guðmundson

  

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Björgvin Björgvinsson

Nokkud athyglisvert. Kvedja, Björgvin B.

Björgvin Björgvinsson, 26.4.2007 kl. 11:12

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband