Föstudagur, 27. apríl 2007
Gallup: Ójöfnuður hefur aukist
Það hefur mikið verið deilt um það hér á landi,bæði milli stjórnmálamanna og fræðimanna hvort ójöfnuður hafi aukist eða ekki. Virtir fræðimenn eins og Stefán Ólafsson prófessor og Þorvaldur Gylfason prófessor hafa lagt fram óyggjandi tölur um að ójöfnuður hafi stóraukist í tíð ríkisstjórnarinnar. En nú hefur borist nýr úrskurður í málinu, sem ekki er unnt að véfengja: Kjósendur, fólkið sjálft, hefur kveðið upp sinn úrskurð í málinu. Samkvæmt skoðanakönnun,
sem Capacent Gallup gerði fyrir Morgunblaðið og RUV, telur 71% að ójöfnuður hafi aukist síðustu 4 árin.18,2% töldu,að hann hefði staðið í stað og 10.7% töldu,að hann hefði minnkað.Meira að segja meirihluti kjósenda Sjálfstæðisflokksins sagði, að ójöfnuður hefði aukist eða 55,7%. Það þarf ekki frekar vitnanna við.
Björgvin Guðmundsson
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.