Öryggismálin: Rammi án innihalds

 

 

Valgerður  Sverrisdóttir,utanríkisráðherra, skrifaði undir samkomulag um öryggismál við Norðmenn og Dani í gær. Samkomulagið var  gert í því formi, að ráðherrar landanna skiptust á yfirlýsingum. Utanríkisráðherra Íslands leggur áherslu á það, að hér sé um rammasamkomulag að ræða og eftir sé að ákveða hvað ramminn eigi að innihalda. Geir Haarde, forsætisráðherra, sagði hins vegar, að með gerð samkomulagsins við  Noreg og Danmörku væri búið að tryggja varnir Íslands. Geir virtist telja þessa nýju samninga mikilvægari en Valgerður telur. Hún segir þetta framhald á samvinnu um björgunar og öryggismál við Norðmenn og gerir ekki mjög mikið úr nýju samningunum. Það er ekki samhljómur í túlkun forsætis-og utanríkisráðherra á samningunum við Noreg og Danmörku.

 Steingrímur J.á móti 

  Steingrímur J.Sigfússson,formaður VG gagnrýndi nýju samningana harðlega í gær. Hann sagði,að enga nauðsyn hefði borið til þess að gera þessa rammasamninga rétt fyrir kosningar. Það hefði verið eðlilegra að bíða með þetta fram yfir kosningar. Hann kvaðst andvígur hernaðarþætti samninganna. Og hann kvaðst óttast, að  eftir að búið væri að semja við Norðmenn um að annast eftirlit og björgunarstarf við Ísland yrði dregið úr framlögum Íslands til  landhelgisgæslu og björgunarstarfa.Það hefði verið nær að setja aukna fjármuni í þessa íslensku þætti og stórefla þá.- Ingibjörg Sólrún, formaður Samfylkingarinnar, var jákvæð gagnvart samningunum.

 Rammi án innihalds! 

  Utanríkisráðherra Íslands átti erfitt með að svara spurningum fréttamanna í gær um það hvað fælist í samningunum við Norðmenn og Dani.Hún klifaði á því,að þetta væru rammasamningar og það yrði ákveðið hverju sinni hvað gera ætti. Samkvæmt þessu er hér eingöngu um ramma að ræða án innihalds. Það á eftir að  ákveða innihaldið.

 Leggja hefði átt málið fyrir alþingi 

 Enda þótt aðeins sé um rammasamkomulag að ræða verður að teljast mjög óeðlilegt að leggja málið ekki fyrir alþingi. Varnarmál Íslands  og öryggismál eru mjög mikilvæg mál. Það á að ræða þau á alþingi og ítarlega í utanríkismálanefnd. Ef stjórnvöld hættu feluleiknum um þessi mál og ræddu þau fyrir opnum tjöldum er mjög líklegt að ná mætti samstöðu um þau bæði innan þings og utan.

 

Björgvin Guðmundsson

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband