Jákvæð áhrif aldraðra á stjórnmálaflokkana

 

 

Framboðsfrestur vegna alþingiskosninga 12.mai rann út í gær. Allir flokkar nema baráttusamtök aldraðra og öryrkja bjóða fram í öllum kjördæmum. Baráttusamtökin bjóða aðeins fram í Norðurlandi eystra. Samtökin urðu of sein að skila framboði í öðru Reykjavíkurkjördæminu.

  Á síðasta hausti birti Gallup skoðanakönnun, sem  sýndi, að hugsanlegt framboð eldri borgara mundi fá 25% atkvæða. Þetta var gífurlegt fylgi og gaf til kynna,að  aldraðir  gætu fengið mikið fylgi,  ef staðið væri rétt að málum. Strax og þessi skoðanakönnun birtist tóku allir stjórnmálaflokkarnir við sér. Þeir áttuðu sig á því, að  mikil óánægja var meðal aldraðra vegna slæmra kjara og ófremdarástands í hjúkrunarmálum aldraðra. Umræður strax á síðasta hausti um hugsanlegt framboð eldri borgara ítti enn frekar við stjórnmálaflokkunum. Þeir lýstu því allir yfir, að þeir vildu bæta kjör aldraðra verulega. Samfylkingin gekk lengst í því efni og setti fram róttæka stefnu um aðgerðir í málefnum aldraðra. Segja má, að skoðanakönnun Gallups  um hugsanlegt framboðs aldraðra og umræður um slíkt framboð  hafi haft jákvæð áhrif á alla flokkana. Hins vegar tókst öldruðum að klúðra framboðsmálunum. Klofningur í þeirra röðum og umræður um tvö framboð spillti mjög mikið fyrir framboði og nánast eyðilagði það.Vandræðagangur við undirbúning framboðs eldri borgara gerði einnig illt verra. Ef aldraðir hefði staðið rétt að málum hefðu þeir leikið sér að því að fá að minnsta kosti 10 % atkvæða í kosningum. En miðað við stöðu mála nú fá þeir  í mesta lagi 2-3 %.

 Það er synd hvað eldri borgarar gátu klúðrað málum vegna slæmra vinnubragða en þeir höfðu jákvæð áhrif á alla stjórnmálaflokkana og það er gott.

 

Björgvin Guðmundsson


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband