Landsmenn treysta Samfylkingunni best í velferðarmálum

Það er löngu orðið ljóst,að velferðarmálin verða aðalkosningamálið að þessu sinni. Það er vegna þess, að stjórnarflokkarnir hafa vanrækt velferðarmálin síðustu 12 árin. Það ríkir algert ófremdarástand á mörgum sviðum velferðarmálanna svo sem í málefnum  aldraðra og öryrkja og í málefnum barna.Biðlistarnir æpa á okkur.

Gallup:Landsmenn treysta Samfylkunni best í velferðarmálum

Landsmenn treysta Samfylkingunni best til framkvæmda í velferðarmálum.Fyrir nokkrum vikum gerði Capacent Gallup skoðanakönnun fyrir Samfylkinguna,

þar sem annars vegar var spurt um fylgi við málefni og hins vegar hvaða stjórnmálaflokki sé best treystandi fyrir því að koma viðkomandi málefni í verk. Samfylkingin hefur samkvæmt þessari könnun yfirtburði í velferðar-réttlætis og fjárhagsmálum heimilanna.T.d. var spurt hvaða stjórnmálaflokki menn treystu best til þess að eyða biðlistum eftir hjúkrunarrými. Samfylkingunni svöruðu 29,1% og Sjálfstæðisflokknum 24,2%.

Björgvin Guðmundsson


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband