Þriðjudagur, 1. maí 2007
1.mai: Útrýmum fátækt á Íslandi
1.mai: Fátækt verði útrýmt í landinu
Í dag er 1.mai,baráttudagur verkalýðsins. Í 1.mai ávarpi Fulltrúaráðs verkalýðsfélaganna í Reykjavík segir: Treystum velferðina- útrýmum fátækt. Í ávarpinu segir, að á tímum aukins misréttis og vaxandi ójafnaðar í tekjuskiptingu fólks sé mikilvægt, að launafólk snúi bökum saman til að bæta kjör sín og vinna að því að útrýma fátækt í landinu. Yfir 5000 börn lifi undir fátæktarmörkum hér á landi, bilið milli ofulaunamanna og þeirra,sem lifa á almennum launakjörum breikkar stöðugt. Þeir ,sem hafa lifibrauð sitt af fjármagnstekjum búa við allt aðra skattlagningu en almenn launafólk. Þetta misrétti í launa-og skattamálum verður að uppræta. Forsendur kröftugs efnahagslífs er jöfnuður í þjóðfélaginu og styrk velferðarþjónusta.
Það er vel til fallið , að 1.mai skuli helgaður baráttunni gegn fátækt og gegn ójöfnuði og misskiptingu. 10 þúsund manns búa við fátækt á Íslandi í dag. Þetta er blettur á íslensku þjóðinni.
Björgvin GuðmundssonFlokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Baráttukveðja frá Finnlandi, BB
Björgvin Björgvinsson, 1.5.2007 kl. 09:23
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.