Miðvikudagur, 2. maí 2007
Ríkisstjórnin gagnrýnd fyrir vanrækslu í heilbrigðismálum og fyrir skattahækkanir
Umræður fóru fram um heilbrigðismál og skattamál í kastljósi ríkissjónvarpsins í gærkveldi. Var þetta liður í kosningasjónvarpi RUV. Ríkisstjórnin var harðlega gagnrýnd í þættinum fyrir vanrækslu í heilbrigðismálum, fyrir biðlistana og fyrir skattahækkanir, einkum á lægstu tekjur.Ásta Ragnheiður Jóhannesdóttir, fulltrúi Samfylkingarinnar í umræðunni um heilbrigðismál stóð sig mjög vel í umræðunni enda er hún mjög fróð um heilbrigðismál. Hún benti á, að Samfylkingin vildi leysa biðlistavanda aldraðra með því að reisa 400 hjúkrunarrými á 18 mánuðum og með því að veita öldruðum, sem bíða hjúkrunarrýmis sólarhringsþjónustu á meðan beðið er nýrra hjúkrunarrýma. Þetta eru mjög góðar og metnaðarfullar tillögur og er Samfylkingin eini flokkurinn sem lagt hefur fram heildstæðar tillögur um algera lausn á hjúkrunarvanda aldraðra. Samfylkingin hefur einnig lagt fram tillögur um lausn á biðlistavanda geðfatlaðra.Fulltrúar stjórnarflokkanna gátu lítið sagt sér til málsbótar vegna biðlistanna. Helst reyndu þeir að kenna sveitarfélögunum um og þá helst Reykjavíkurborg. En Kristinn H. Gunnarsson sagði, að það þýddi ekki fyrir ríkið að kenna sveitarfélögunum um.
Ríkið ætti að greiða meginhlutann af kostnaðinum við byggingu hjúkrunarheimila.
Skattar hækkaðir á lágtekjufólkiÍ umræðunum um skattamál var ríkisstjórnin m.a. gagnrýnd harðlega fyrir að hækka skatta á lágtekjufólki á sama tíma og hátekjuskattur væri afnuminn. Það kom fram í þættinum ,að ríkisstjórnin hefur lagt aðaláherslu á það, að lækka skatta á fyrirtækjum, sem nú er 18% en skattur á launafólki hefur ekki verið lækkaður í raun heldur hækkaður, þar eð skattleysismörkin hafa ekki fylgt launavísitölu. Þau eru nú 90 þúsund á mánuði en ættu að vera 140 þúsund á mánuði, ef þau hefðu fylgt launavísitölu frá 1988.( tekjuskattur einstaklinga er tæp 36%) Ágúst Ólafur Ágústsson var fulltrúi Samfylkingarinnar í umræðunnu um skattamál. Var frammistaða hans mjög góð.Hann gagnrýndi skattastefnu ríkisstjórnarinnar harðlega og kvað hana hafa bitnað harðast á láglaunafólki en hálaunafólki hefði verið hlíft.
Björgvin Guðmundsson
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.