Mikil sókn Samfylkingar í Reykjavík norður

 

  

Kosningafundur var á Stöð 2 í Reykjavík norður í gærkveldi. Í upphafi fundarins var birt ný skoðanakönnun.Samkvæmt henni er Samfylkingin í mikilli sókn í kjördæminu, er með tæp 30% atkvæða. VG eru með rúm 22% og Frjálslyndir með  rúm 5%. En Framsókn fær aðeins 4,5% og engan þingmann kjörinn. Stjórnin er  kolfallin í þessu kjördæmi.

Össur Skarphéðinsson var fulltrúi Samfylkingarinnar á kosningafundinum. Össur “brilleraði” á fundinum.Hann sagði, að ef  kosningaúrslit yrðu eins og í þessu kjördæmi gætu Samfylking og VG myndað ríkisstjórn saman og kaffibandalagið færi einnig  létt með það. Össur sagði,að Samfylkingin legði aðaláherslu á velferðarmálin.Samfylkingin ætlaði að eyða biðlistunum og bæta kjör aldraðra og öryrkja.

 

Björgvin Guðmundsson


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband