Vorskýrsla ASÍ: Misskipting hefur aukist í þjóðfélaginu

 Vorskýrsla Hagdeildar ASÍ er komin út.Spá hagdeildarinnar um þróun helstu hagstærða kemur  inn á að lítið megi út af bera til að hagkerfið þróist til verri vegar. Segir einnig í vorskýrslunni að geta Seðlabankans til viðspyrnu sé skert vegna hárra stýrivaxta. Að mati Hagdeildar ASÍ er brýnasta verkefnið í hagstjórn nú er að koma á jafnvægi í þjóðarbúskapnum á ný

.Aukin misskiptin í góðæri

Megininntak vorskýrslunnar er ný spá um þróun helstu hagstærða fyrir árið í ár og næsta ár. Auk þess er fjallað um vaxandi ójöfnuð; skatta og tekjuskiptingu ásamt vaxandi skuldum heimilanna. Á heimasíðu ASÍ segir að með yfirskrift skýrslunnar „Aukin misskipting í góðæri" sé verið að vísa til þess að þrátt fyrir mikla verðmætaaukningu síðustu ára hefur jöfnuður aukist.

Ójöfnuður jókst 1990-2005

Rannsókn ASÍ sýnir að ójöfnuður á Íslandi fór vaxandi á tímabilinu 1990-2005 vegna vaxandi fjármagnstekna og breytinga á skattkerfinu sem drógu úr tekjujöfnunarhlutverki þess með raunlækkun persónuafsláttar, afnámi hátekjuskatts og hlutfallslegri lækkun barnabóta. Ójöfnuður jókst meira í ráðstöfunartekjum en heildartekjum á tímabilinu og ljóst er að áhrif skatta- og bótakerfis hafa mikil áhrif á tekjuþróun einstakra hópa, sérstaklega eldri borgara og barnafólks.

Tekjur heimilanna duga ekki fyrir útgjöldum þeirra

Tekjur heimilanna duga ekki fyrir útgjöldum þeirra, skuldirnar hrannast upp og nema nú um 240% af ráðstöfunartekjum. Tekjurnar hafa vissulega aukist talsvert á liðnum árum en samt hefur hlutfall vaxtagreiðslna af ráðstöfunartekjum verið að hækka. Nauðsynlegt að horfast í augu við það, að mikil skuldsetning íslenskra heimila svo og hækkandi byrði vaxtagreiðslna þýðir að áhætta þeirra vegna skulda hefur aukist. Þau eru orðin mjög viðkvæm fyrir verðbólgu svo og breytingum á vöxtum, tekjum og eignaverði.

Björgvin Guðmundsson  


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband