Laugardagur, 12. september 2015
Aldraðir vilja 300 þúsund á mánuði.Lágmark
Aldraðir vilja fá 300 þúsund krónur á mánuði á 3 árum eins og launþegar sömdu um (Flóabandalag,Starfsgreinasamband og VR)Þeir vilja fá 14,5 % hækkun lífeyris strax með gildistöku 1.mai,nákvæmlega sömu hækkun og launþegar sömdu um.Ríkisstjórnin vill draga lífeyrisþega á hækkun í 8 mànuði og ekki láta lífeyrisþega fá meiri hækkun en 9,4% loks þegar hækkun á að koma til framkvæmda? þetta er of lítið og of seint.Lágmarkslaun hækka úr 214 þúsund kr í 245 þúsund kr á mánuði frá 1.mai.Þetta er 31 þúsund króna hækkun á mánuði og gerir 14,5% hækkun.Aldraðir eiga að fá nákvæmlega sömu hækkun.Þetta er ekki flókið.Margir aldraðir eiga ekki fyrir mat síðustu daga mánaðarins,verða iðulega að sleppa því að leysa út lyf eða leita læknis. Á sama tíma er ríkisstjórnin að skera niður hækkun til þeirra og fresta henni í 8 mánuði.Það er til skammar.
Sigmundur Davíð forsætisráðherra segir að stjórnin bjóði hækkun sem sé sú mesta og hraðasta í sögunni.Þetta er alrangt og hin örgustu öfugmæli.Jóhanna Sigurðardóttir hækkaði lífeyri aldraðra og öryrkja um tæp 20% um áramótin 2008/2009 hjá þeim sem voru á strípuðum bótum og um 9,6% hjá hinum. Þá var kreppa.Hafa þessir ráðherrar ekki starfsmenn sem geta flett upp staðreyndum svo fara megi rétt með?Auk þess er það alveg út í hött og hefur aldrei tíðkast,að lagðar séu við nýja hækkun bóta eldri hækkanir til þess að fá út hærri prósentur. Slíkt heitir fölsun á venjulegu máli.Aðalatriðið er það, að lífeyrir aldraðra og öryrkja á að vera það hár ,að hann dugi til sómasamlegrar framfærslu.Hann gerir það ekki í dag.Þetya verður að laga.
Björgvin Guðmundsson
Meginflokkur: Stjórnmál og samfélag | Aukaflokkur: Bloggar | Breytt s.d. kl. 07:58 | Facebook
Athugasemdir
Björgvin- eg held að þetta fólk þoli ekki að bíða í marga mánuði eða tvö ár með tilheyrandi verðhækkunum á matvöru og lyfjum.
Það verður komið á götuna.
málið er grafalvarlegt og ætti í raun að kalla eftir fjárhagsaðstoð frá nágrannalöndum- þar sem her eru allir Alþingismenn heyrnarlausir. kv
Erla Magna Alexandersdóttir, 12.9.2015 kl. 18:47
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.