Laugardagur, 5. maí 2007
Skattbyrðin hefur aukist úr 38% af landsframleisðslu í 48%
Þorvaldur Gylfason,prófessor,skrifar grein í Fréttablaðið um viðskilnað ríkisstjórnarinnar.Hann segir, að skattbyrðin hafi þyngst mikið í tíð ríkisstjórnar Íhalds og Framsóknar.Samkvæmt staðtölum OECD hafi skattbyrðin aukist úr 38% af landsframleiðslu 1990 í 48% af landsframleiðslu 2006.Á sama tíma hafi skattbyrðin á evrusvæðinu aukist úr 43% af landsframleiðslu í 45%. Skattbyrðin á Íslandi sé því komin upp fyrir Evrópumeðallag. Hækkun á skattbyrði um 10 prósentustig er mjög mikil hækkun. Hvað mundi íhaldið og Mbl. hafa sagt, ef vinstri stjórn hefði hækkað skattana svo mikið?
Ríkisstjórnin gerir út á skattheimtu af lágum launum
Þorvaldur Gylfason segir einnig, að rýrnun skattleysismarka hafi þyngt skattbyrði lágtekjufólks. Síðan segir Þorvaldur: Ríkisstjórnin segir, að það væri of dýrt fyrir ríkissjóð að færa skattleysismörkin aftur í fyrra horf að raungildi. Hún hefur m.ö.o. gert út á skattheimtu af lágum launum. Sjálfstæðisflokkurinn er orðinn að ójafnaðarflokki,þótt hann reyni að sveipa sig sauðargæru rétt fyrir kosningar. Verkin tala.
Björgvin Guðmundsson | |
![]() | Björgvin Guðmundsson :: vennig@btnet.is :: ![]() ![]() |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 23:16 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.