Eldri borgarar íhuga málsókn

Eldri borgarar eru orðnir langþreyttir á aðgerðarleysi stjórnvalda í kjaramálum þeirra.Þeir senda stjórnvöldum stöðugt óskir um kjarabætur og fara einnig fram á,að loforð stjórnarflokkanna um leiðréttingu lífeyris vegna kjaragliðnunar frá 2009 verði efnd en allt kemur fyrir ekki? Ályktunum eldri borgara um kjarabætur er stungið undir stól. Og stjórnvöld halda uppteknum hætti: Láta einhverja mola  falla af borðum sínum til eldri borgara í stað þess að láta lífeyri hækka að fullu samhliða launahækkunum   og í stað þess að standa við kosningaloforðin við eldri borgara.

Af þessum sökum hafa eldri borgarar rætt það hvort ekki mætti fara nýjar leiðir í baráttunni.Í því sambandi hefur verið rætt hvort réttast væri að fara í mál við ríkið og láta dómstóla skera úr um það, hvort ríkið væri að skammta þeim,sem hafa lægsta lífeyrinn of naumt,þar eð ekki er unnt að framfleyta sér á svo lágum lífeyri.Kjaranefnd Félags eldri borgara í Reykjavik og nágrenni tók það mál til meðferðar á fundi sínum í gær.Nefndin fékk tvo lögfræðinga á fund til sín þá Pál Rúnar Mikael Kristjánsson og Daniel Isebarn og fór ítarlega yfir málið með þeim.Páll Rúnar vann mál fyrir heyrnarlausa stúlku,sem ekki fékk lögboðna túlkaþjónustu og Daniel hefur unnið mikið að lögfræðistörfum fyrir Öryrkjabandalagið og farið í mál fyrir bandalagið.Á fundinum kom fram,að góðar líkur væru  á,að viss mál,sem Kjaranefndin velti upp gætu unnist.Verður farið betur yfir þau mál á næstunni og ákvörðun tekin í kjölfarið.Það er alveg ljóst,að það er verið að brjóta mannréttindi á eldri borgurum og þeir geta ekki látið bjóða sér framkomu stjórnvalda lengur.

Björgvin Guðmundsson

 

 

 

 

 

fræðistörfum fyrir 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jack Daniel's

Flott hjá ykkur að skoða þetta, en þetta þarf að vinnast hratt og það þarf að gera kröfu um flýtimeðferð á þessu máli því það er alveg ljóst að þetta ástand verður ekki unað við lengur.

Jack Daniel's, 18.9.2015 kl. 10:33

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband