Miðvikudagur, 23. september 2015
Óleiðrétt kjaragliðnun 23-25% !
Samkvæmt útreikningum Talnakönnunar fyrir Öryrkjabandalag Íslands nemur kjaragliðnun öryrkja 2009-2013 alls 25,3% þ.e mismunur launa og lífeyris öryrkja á þessu tímabili,m.ö.o kjaragliðnunin. Og Útreikningur kjaranefndar Félags eldri borgara í Reykjavík leiðir í ljós svipaða niðurstöðu eða 23% kjaragliðnun,þ.e mismun á hækkun lágmarkslauna og hækkun lífeyris aldraðra?Þessar stóru leiðréttingar skuldar ríkisstjórnin öryrkjum og öldruðum. Og það eru engar smáupphæðir sem stjórnarflokkarnir skulda lífeyrisþegum miðað við þau ákveðnu kosningaloforð,sem báðir flokkarnir gáfu öryrkjum og öldruðum.Og í stað þess að standa við þessi kosningaloforð og greiða skuldirnar,þ.e leiðrétta lífeyrinn til hækkunar bæta stjórnarflokkarnir við skuldina með því að stórauka kjaragliðnunina á þessu ári.Það hefði gert líf lífeyrisþega bærilega,ef ríkisstjórnin hefði "greitt skuldirnar" við lífeyrisþega. En í stað þess kórónar ríkisstjórnin ósómann með því að segja,að hún sé búin að efna öll loforðin við lífeyrisþega!
Björgvin Guðmundsson
Meginflokkur: Stjórnmál og samfélag | Aukaflokkur: Bloggar | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.