Þriðjudagur, 8. maí 2007
Framsókn dregur sig í hlé!
Capacent Gallup birtir nú daglega skoðanakannanir um fylgi flokkanna.Samkvæmt könnun í gær er Samfylkingin með 25 %,Sjálfstæðisflokkurinn með 42%,VG með 17,5%,Framsókn með 7,5% og Frjálslyndir með 7%.Miðað við þessa könnun heldur stjórn eins sætis þingmeirihluta. Það er of lítið til þess að mynda stjórn. Valgerður Sverrisdóttir,utanríkisráðherra, lýsti því yfir í gær,að ef Framsókn fengi eins lítið fylgi og kannanir sýna mundi flokkurinn ekki fara í stjórn. Það er eðlileg yfirlýsing en tilgangur hennar gæti einnig verið sá,að ná atkvæðum frá stjórnarsinnum,td. Íhaldinu Björgvin Guðmundsson
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.