Fimmtudagur, 10. maí 2007
Er ríkisstjórnin fallin?
Samkvæmt skoðanakönnun,sem Félagsvísindastofnun gerði fyrir Stöð 2 í gærkveldi er ríkisstjórnin fallin. Úrtakið í þessari könnun var nokkuð stórt eða 2500 manns. Það má því teljast marktækt. Samkvæmt könnuninni fengi ríkisstjórnin 30 þingsæti en stjórnarandstaðan 33 sæti.
Samfylkingin fengi samkvæmt könnuninni 29,1% atkvæða,Sjálfstæðisflokkurinn fengi 38%, Framsókn 8,6%,VG 16% ,Frjálslyndir rúm 5% og Íslandshreyfingin 3%. Samkvæmt þessari könnun er Samfylkingin að vinna á en Sjálfstæðisflokkurinn er að tapa fylgi. Hvort niðurstaða kosninganna verður þessu lík er erfitt að segja. Sveiflur eru enn miklar á fylgi flokkanna og allt getur enn gerst. En ég tel,að Samfylkingin sé í sókn.
Fyrr í gær var önnur könnun,sem Capacent Gallup gerði fyrir RUV og Mbl. Samkvæmt henni var Framsókn með mikið meira fylgi eða rúm 14%. En mikið færri tóku þátt í þeirri könnun.
Björgvin Guðmundsson
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Þetta verđa spennandi kosningar á Íslandi, og líklega er ekkert hægt ađ segja til um úrslitin fyrr en taliđ hefur veriđ upp úr kjörkössunum. En skoðanakönnunin gefur vísbendingar. Kv. BB
Björgvin Björgvinsson, 10.5.2007 kl. 11:13
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.