Föstudagur, 9. október 2015
Góður drengur fallinn frá
Kristján Benediktsson fyrrverandi borgarfulltrúi er borinn til grafar í dag.Hann átti sæti í borgarstjórn um langt skeið og var leiðtogi Framsóknarflokksins þar.Kristján var vandaður maður og drengur góður.
Við áttum mjög gott samstarf í borgarstjórn,m.a við myndun vinstri meirihlutans 1978. Meirihluti Sjálfstæðisflokksins fêll í borgarstjórn eftir hálfrar aldar valdaskeið og við tók meirihluti Alþýðuflokksins,Framsóknar og Alþýðubandalagsins.Ég var þá oddviti Alþýðuflokksins í borgarstjórn og lagði til,að við myndun nýs meirihluta yrði völdum og áhrifum skipt jafn milli flokkanna þrátt fyrir mismunandi atkvæðamagn. lagði ég til,að þetta yrði innsiglað með því að hver flokkur meirihlutans fengi 1 fulltrúa í borgarráði.Það var samþykkt.Alþýðubandalagið átti vegna atkvæðamagns að fá tvo fulltrüa í borgarráði en Framsókn engan.En tillaga mín tryggði Kristjáni setu í borgarráði.Samstarf okkar allra var mjög gott en við Kristján náðum mjög vel saman.Ég votta börnum Kristjáns og afkomendum samúð mína vegans fràfalls hans.
Björgvin Guðmundsson
Meginflokkur: Stjórnmál og samfélag | Aukaflokkur: Bloggar | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.