Föstudagur, 11. maí 2007
Samfylkingin að ná kjörfylgi
Samkvæmt skoðanakönnun Félagsvísindastofnunar fyrir Stöð 2,sem birt var í gærkveldi, er Samfylkingin komin yfir 30% fylgi. Það gefur vonir um,að Samfylkingin nái kjörfylgi frá síðustu kosningum í kosningunum á morgun.Samfylkingin fékk tæp 31% árið 2003 og vann þá stórsigur í kosningunum.Sjálfstæðisflokkurinn fékk þá aðeins rúm 33%. Íhaldsblöðin gerðu þá svo mikið úr því að Ingibjörg Sólrún,sem var í varasæti,nr. 5,hefði ekki náð kjöri og stjórnin ekki misst meirihlutann,að menn tóku ekki eftir því hvað Samfylkingin vann mikinn sigur.Samfylkingin mætti því vel við una,ef hún fengi sama fylgi á ný en enn betra væri ef hún fengi enn meira.Aðalatriðið er svo auðvitað að fella ríkisstjórnina. Samkvæmt skoðanakönnun Félagsvísindastofnunar í gærkveldi er stjórnin fallin og Samfylking og VG með jafnmikið fylgi og stjórnarflokkarnir en með Frjalslyndum er stjórnarandstaðan með meirhluta þingmanna.
Vonandi gengur þetta eftir en skoðanakannanir eru mjög misjafnar eftir því hver framkvæmir þær.
Björgvin Guðmundsson
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.