Myndum félagshyggjustjórn

Ég er eindregið þeirrar skoðunar, að æskilegt sé að fá félagshyggjustjórn  eftir langvarandi stjórnartímabil íhalds og framsóknar.Með því,að kaffibandalagið náði ekki meirihluta verður Framsókn að vera með í  slíkri stjórn, eigi hún að komast á koppinn.Nýr þingmaður Framsóknar,Bjarni Harðarson,sagði í Silfri Egils í dag,að hann teldi vænlegra að Framsókn settist í vinstri stjórn fremur en að núverandi stjórnaramstarfi væri haldið áfram.Þetta er mjög merkileg yfirlýsing,einkum vegna þess,að íhald og Framsókn hefur nú aðeins eins sætis meirihluta á alþingi. Ef Bjarna Harðarsyni er alvara með þetta og ef hann styður ekki áframhaldandi samstarf við  íhaldið er stjórnin fallin.

 Þessi breyting sem hér er rætt um væri vissulega rökrétt. Framsókn hefur verið að' tapa fylgi til vinstri flokkanna. En Framsókn ætlar ð endurheimta fylgi sitt þarf flokkurinn að sveigja stefnuna til vinstri

Björgvin Guðmundsson


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband