Ítrekar Landsfundur samþykktina um að leiðrétta lífeyri vegna kjaragliðnunar?

Landsfundur Sjálfstæðisflokksins kemur saman í dag.Á síðasta landsfundi,sem haldinn var rétt fyrir kosningar 2013, var eftirfarandi samþykkt:Ellilífeyrir verði leiðréttur STRAX til samræmis við hækkun LÆGSTU LAUNA.Þetta hefur ekki verið framkvæmt. Spurningin er því sú hvort landsfundurinn nú ítrekar þessa samþykkt svo hún verði örugglega framkvæmd. Það er hér um að ræða meira en 20% hækkun lífeyris?Aldraða og öryrkja munar um það. Ef tekið væri tillit til þess hve lengi hefur dregist að leiðrétta þessa kjaragliðnun þyrfti hækkunin að vera miklu meiri.Síðan hefur bætst við mikil kjaragliðnun á þessu ári. Það þarf að leiðrêtta lífeyri út af henni líka.Það er kominn tími til þess að hætta að níðast á öldruðum og öryrkjum.

Björgvin Guðmundsson


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hvernig væri fyrir aldraða og öryrkja að kynna sér stefnu Hægri grænna http://xg.is/stefnumal/malefni-aldradra/ og vera með að móta og framkvæma ?

Baldur Bjarnason (IP-tala skráð) 23.10.2015 kl. 20:15

2 Smámynd: Erla Magna Alexandersdóttir

Bjorgvin er ekki nokkud ljostad ekki er neinn vilji stjornvalda til ad skapa eldriborgurum og veiku vidunandi lifskjor.

Folk sem er  enn med betlaralaun  fra TR a ad fara i malsokn vid rikid vegna tass ad verid er ad brjota log tar sem laun og framfairsla eru ekki i neinu samhengi. Kv.

Erla Magna Alexandersdóttir, 23.10.2015 kl. 20:29

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband