Er ekkert að marka landsfund Sjálfstæðisflokksins?

Það vakti mikla athygli,að landsfundur Sjálfstæðisflokksins samþykkti að hefja skyldi athugun á því hvort taka skyldi upp nýja mynt í stað krónunnar.Þegar Bjarni Benediktsson formaður flokksins var spurður um þetta mál af fjölmiðlum gerði hann lítið úr því og sagði,að við yrðum með krónuna lengi enn. Við værum ekkert að kasta krónunni.M.ö.o.Það var ekkert að marka samþykkt landsfundar! Það er áreiðanlega það sama sem á við um samþykkt landsfundar um að leggja niður RUV. Það er engin alvara í þeirri samþykkt enda henni ekkert fylgt  eftir. Hætt er við að hið sama eigi við um samþykktir um að efla heimahjúkrun og að aldraðir,sem fari á hjúkrunarheimili, haldi fjárhagslegu sjálfstæði sínu.Félagsmálaráðherra var byrjaður að undirbúa það mál en féll síðan frá því vegna andstöðu hjúkrunarheimilanna.Því miður hef ég ekki mikla trú á,að Sjálfstæðisflokkurinn verði staðfastari í málinu. Sporin hræða í því efni. Stærsta hagsmunamál aldraðra,leiðrétting kjaragliðnunar tímabilsins 2009-2013, var samþykkt jákvætt á landsfundinum 2013 en síðan ekki söguna meir.Engar efndir hafa átt sér stað.

Björgvin Guðmundsson 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband