Enn eitt heimsmet Sigmundar Davíðs!

Forsætisráðherra segir,að ríkisstjórnin sé að setja heimsmet í afnámi fjármagnshafta,svo miklar ráðstafanir fylgi því.Samt er ekki farið að afnema nein höft enn og verður ekki gert fyrr en eftir talsverðan tíma.Nýlega kvaðst Sigmundur Davíð vera að setja Íslandsmet í hækkun lífeyris aldraðra. Það var eins með það met,að ekki var farið að hækka lífeyrinn neitt og er ekki farið að gera það enn.Samt talaði Sigmundur Davíð um met! Við athugun reynist síðan ekki um neitt met að ræða. Jóhanna Sigurðardóttir hækkkaði lífeyri aldraðra og öryrkja um tæp 20% um áramótin 2008/2009 þannig að met Sigmundar Davíðs stenst ekki. Fyrsta met Sigmundar Davíðs var síðan skuldalækkun heimilanna,sem átti að vera 300 milljarðar en skrapp saman í 80 milljarða. Það átti að taka þessa peninga frá þrotabúum bankanna en þeir voru teknir úr ríkissjóði.M.ö.o. : Skattgreiðendur greiddu niðurfærslu skuldanna og þar á meðal lækkun skulda hjá efnafólki,sem þurfti ekki á lækkun að halda. Það atriði var áreiðanlega heimsmet.

 Ríkisstjórnin boðaði fyrr á þessu ári að tvær leiðir kæmu til greina við afnám haftanna. 1) Að láta þrotabúin greiða stöðuleikaskatt eða 2)greiða stöðugleikaframlag,þá í formi eigna.Fyrri leiðin skilar nokkur hundruð milljörðum meira fjármagni en seinni leiðin. Nú er tilkynnt að fara eigi seinni leiðina,sem þýðir nokkur hundruð milljarða afslátt til þrotabúanna.Samt kallar Sigmundur Davíð þetta heimsmet.Rétt væri að spara stóru orðin.Þetta mál er samstarfsverkefni margra aðila. Seðlabankinn hefur unnið mest í því en fyrri ríkisstjórn,þ.e. ríkisstjórn Jóhönnu Sigurðardóttur vann einnig mikið í því,m.a. setti hún lög um að setja þrotabúin undir fjármagnshöftin. Þau lög eru forsenda þess að unnt sé að afnema höftin. Samt greiddi Sjálfstæðisflokkurinn atkvæði gegn þessum lögum.

 

Björgvin Guðmundsson

www.gudmundsson.net


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband