Launaþróun: Fá 32% launahækkun á 4 árum

SFR,sjúkraliðar og lögreglumenn sömdu um 30-32% kauphækkun á 4 árum.Einnig sömdu þeir um að gerð yrði tilraun  með styttri vinnutíma (36 st.) í tilraunaskyni án kjaraskerðingar.Þeir lægst launuðu fá 25 þús.kr. launahækkun strax. Samningarnir gilda frá 1.mai.

Þessir samningar koma í framhaldi af samningum BHM og hjúkrunarfræðinga en lögð var áhersla á að fá jafnmikla kauphækkun og fékkst í gerðardómi BHM.

Verkafólk samdi um 14,5% hækkun lágmarkslauna frá 1.mai( 31000 kr. á mánuði) og að launin hækkuðu í 300 þúsund á 3 árum.Það er 40% hækkun lágmarkslauna.

Launahækkun SFR,sjúkraliða og lögreglumanna er lokahnykkurinn á verulegum launahækkunum á þessu ári.

Meðaltalslaunahækkun ársins er 14% en hækkunin á næstu árum er miklu meiri. Samkvæmt lögum á að taka tilit til launaþróunar við ákvörðun lífeyris aldraðra og öryrkja. Það hefur ekki verið gert enn. Fjármálaráðuneytið ákvað einhverja tölu út í loftið,hungurlús, án  þess að taka tillit til launaþróunar ársins.En aldrei hefur verið eins mikið tillefni til myndarlegrar hækkunar lífeyrisaldraðra og öryrkja eins og nú og hækkunin verður að taka gildi  frá 1.mai sl.

Björgvin Guðmundsson


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband