Hver var aðdragandi stjórnar S og D?

Mikið er nú bollalagt um aðdragandann að viðræðum Samfylkingar og Sjálfstæðisflokks um stjórnarmyndun.Þeir Guðni Ágústsson og Steingrímur J.Sigfússon fullyrða nú báðir,að  óformlegar viðræður hafi verið byrjaðar milli flokkanna þegar fyrir kosningar. Því trúi ég ekki. En ég bendi hins vegar á eftirfarandi sem ég skrifaði í blaðagrein: Samfylkingin  gerði harða hríð að Sjálfstæðisflokknum fyrir kosningarnar 2003 en Samfylkingin hefur rekið mikið mildari línu fyrir kosningar nú. Samfylkingin hefur farið silkihönskum um Sjálfstæðisflokkinn núna.Auðvitað hefur milda línan auðveldað stjórnarsamstarf milli þessara flokka.  

Björgvin Guðmundsson


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband