Morgunblaðið í stjórnarandstöðu?

Morgunblaðið rak harðan áróður fyrir því fyrir kosningar, að Sjálfstæðisflokkurinn og Vinstri græn mynduðu ríkisstjórn. Nú,þegar verið er að mynda ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks og Samfylkingar heldur Mbl. áfram að berjast fyrir samstjórn með VG og hamast gegn Samfylkingunni. Mbl.óttastað Samfylkingin fái betri pólitíska vígstöðu með  aðild að ríkisstjórn og má ekki til þess hugsa. , Býr Mbl. til alls konar samsæriskenningar svo sem þá, að Ingibjörg Sólrún gæti slitið stjórninni með Sjálfstæðisflokknum á miðju kjörtímabili og myndað vinstri stjórn!

Mikið á móti Samfylkingunni

Þetta kemur fram í Reykjavíkurbréfi Mbl. í dag. Það mætti ætla, þegar Reykjavíkurbrefið er lesið, að höfundur þess væri mjög mikið á móti Samfylkingunni.Ef til vill er hann sálufélagi Davíðs Oddssonar og  Samfylkingin höfuðóvinur þeirra beggja.Þessir menn virðast búnir að gleyma því, að jafnaðarmenn hafa áður átt ágætt stjórnarsamstarf við Sjálfstæðisflokkinn,bæði í viðreisnarstjórninni og Viðeyjarstjórninni.

Björgvin Guðmundsson

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Viðar Eggertsson

Það vekur líka athygli í Morgunblaðinu í dag að þar er drottningarviðtal við eina helstu vonarstjörnu Samfylkingarinnar, Kristrúnu Heimisdóttur, sem þó er ekki orðin þingmaður ennþá. Slíkt hefði verið nær óhugsandi fyrir nokkrum vikum....

Viðar Eggertsson, 20.5.2007 kl. 09:49

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband