Miðvikudagur, 6. janúar 2016
Aldraðir fái sömu kjarabætur og launþegar fengu
Krafa aldraðra er einföld.Þeir fara fram á,að fá sömu kjarabætur og launþegar fengu og frá sama tíma,sagði Björgvin Guðmundsson á Útvarpi Sögu í morgun.Rætt var um málefni aldraðra í morgunþætti Útvarps Sögu í morgun. Björgvin hélt áfram og sagði: Launþegar fengu 14,5% hækkun lágmarkslauna 1.mai 2015.Aldraðir og öryrkjar fengu enga hækkun í kjölfarið. Stjórnarherrarnr ákváðu,að lífeyrisþegar fengju enga hækkun í 8 mánuði.En á sama tíma fengu ráðherrar,þingmenn og embættismenn mikla hækkun og afturvirka frá 1.mars 2015. Ráðherrarnir fengu 1 milljón hver í kauphækkun 2015.Verkafólk fékk 248 þúsund króna hækkun frá 1.mai til áramóta. Á sama tíma fengu aldraðir og öryrkjar 0 krónur í hækkun.Síðan fengu lífeyrisþegar algera hungurlús 1.janúar 2016. Þeir eru með rúmar 200 þúsund krónur eftir þá hækkun.Þessi hækkun skiptir engu máli. Það lifir enginn af rúmlega 200 þúsund krónum á mánuði.Ástandið er svo slæmt,að það koma alltaf einhverjir eldri borgarar í lok hvers mánaðar eða hringja á skrifstofu FEB og segja frá því,að þeir eigi ekki fyrir öllum útgjöldum. Þeir verða að sleppa því að fara til læknis eða geta ekki leyst út lyfin sín og stundum eiga þeir ekki fyrir mat. Björgvin sagði: Er þetta hægt í þjóðfélagi,sem vill kalla sig velferðarþjóðfélag?
Björgvin sagði,að það væru öfugmæli að ríkisstjórnin væri að láta eldri borgara og öryrkja fá meiri hækkun en áður. Jóhanna Sigurðardóttir hefði sem félagsmálaráðherra hækkað lífeyrinn um 20% um áramótin 2008/2009 og við lögfestingu laganna um almannatryggingar 1946 hefði verð gert mun betur við lífeyrisþega en nú ( viðreisnarstjórnin efldi einnig almannatryggingar miklu meira en núverandi stjórn)Ríkisstjórnin heldur ekki einu sinni í við launahækkanir nú enda þótt að sé tilskilið í lögum.Lífeyrir hækkar miklu minna en laun.
Björgvin rifjaði upp þau kosningaloforð,sem stjórnarflokkarnir og Bjarni sérstaklega gáfu öldruðum og öryrkjum fyrir alþingiskosningarnar 2013.Sjálfstæðisflokkurinn samþykkti á landsfundi sínum 2013 að leiðrétta ellilífeyri strax til samanburðar við þær hækkanir,sem orðið hefðu á lægstu launum frá 2009.Framsóknarflokkurinn samþykkti sams konar ályktun á flokksþingi sínu 2013. Bjarni Benediktsson sendi eldri borgurum auk þess bréf fyrir kosningarnar 2013 og sagði: Við ætlum að afnema tekjutengingar almannatrygginga. Það þýddi m.a. að afnema skerðingar tryggingabóta TR vegna greiðslna úr lífeyrissjóði. Ekkert af þessu hefur verið efnt. Þetta hefur allt verið svikið. Björgvin sagi: Ef stjórnarflokkarnr og Bjarni ekki efna þessi kosningaloforð eiga þeir að segja af sér. Þeir hafa tvo kosti: Að efna loforðin eða að fara frá.
Rætt var í þættinum um það virðingarleysi,sem ríkisstjórnin sýnir eldri borgurum.Markús stjórnandi sagði,að eldri borgarar hefðu byggt upp þetta þjóðfélag. Björgvin tók undir það og hvað undarlegt,að ríkisstjórnin skyldi algerlega hundsa eldri borgara. Þessu væri öðru vísi farið á hinum Norðurlöndunum. Þar ræddu stjórnvöld við samtök eldri borgara til þess að kanna hvað þau gætu gert til þess að bæta kjör þeirra og gera þeim lífið bærilegra, Hér gerðu stjórnvöld allt til þess að halda kjörum aldraðra niðri og væru neikvæð í garð aldraðra
Í lok þáttarins var rætt hvaða nýjar leiðir eldri borgarar gætu farið í baráttu sinni. Kvað Björgvin tvær leiðir hafa komið til greina: Málsókn gegn ríkinu eða framboð eldri borgara.Þau mál væru í athugun.
Björgvin Guðmundsson
Meginflokkur: Stjórnmál og samfélag | Aukaflokkur: Bloggar | Breytt s.d. kl. 10:29 | Facebook
Athugasemdir
Fara í mál við ESB-valda-alríkið sem ræður öllu niður í minnstu smáatriði?
Eitthvað kostar nú slík málssókn? Ekki hafa allir eldri/sjúkir efnahag til að verjast óréttlætinu á Íslandi og víðar í "siðmenntuðum" réttarríkjum?
M.b.kv.
Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 6.1.2016 kl. 16:46
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.