Eldri borgarar vilja fá allan sinn lífeyri án skerðinga?

Kastljós fjallaði um lífeyrissjóðina í gærkveldi og aukið hlutverk þeirra í framtíðinni. Fram kom,að eign lífeyrissjóðanna er orðin 3 þúsund milljarðar króna.Þeir eru mjög sterkir.En samt er mikil óánægja með þá.Óánægjan stafar m.a. af því,að þeir,sem greitt hafa í lífeyrissjóð alla sína starfsævi, njóta þess ekki að fullu,þegar þeir fara á eftirlaun.Almannatryggingar skerða verulega lífeyrisgreiðslur til þeirra lífeyrisþega,sem fá greiðslur úr lífeyrissjóði.Algengt er,að almannatryggingar skerði tryggingabætur til lífeyrisþega um sem svarar helmingi þess lífeyris,sem viðkomandi fær úr lífeyrissjóði.Þetta er gert samkvæmt ákvörðun alþingis en lífeyrisþegar kenna lífeyrissjóðunum um.Þegar lífeyrissjóðirnir voru stofnaðir var gert ráð fyrir því, að þeir yrðu viðbót við almannatryggingar en ekki að lífeyrir frá TR yrði skertur.Fram kom i kastljósþættinum,að nú þegar standi lífeyrissjóðirnir undir 60% af öllum lífeyrisgreiðslum til lífeyrisþega. Almannatryggingar,ríkið,greiða aðeins 40%. Lífeyrissjóðirnir greiða miklu meira hér en á hinum Norðurlöndunum. Samt væla stjórnarherrarnir miklu meira hér en á Norðurlöndum.Við greiðum sjálf meirihluta þess lífeyris,sem við fáum. Forráðamenn lífeyrissjóða og ráðamenn þjóðfélagsins hafa hugmyndir um að lífeyrissjóðirnir taki við enn stærra hlutverki í framtíðinni.Það getur orðið erfitt, ef skerðing tryggingabóta vegna greiðslna úr lífeyrissjóðum verður ekki afnumin.Launþegar greiða ekki til lífeyrissjóða með glöðu geði,ef þeir njóta þess ekki að fullu þegar þeir komast á eftirlaun.Þeir vilja ekki láta rífa af sér eftirlaunin!.

 Björgvin Guðmundsson


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband