Sunnudagur, 10. janúar 2016
Ný kjaragliðnum 2015!
Samtök eldri borgara hafa gagnrýnt harðlega mikla kjaragliðnun,sem varð á krepputímanum,2009-2013.Laun hækkuðu talsvert árin 2009 og 2010 en á þessum árum hækkaði lífeyrir aldraðra ekki neitt. Hann var frystur.Það þarf að hækka lífeyri um rúmlega 20% til þess að leiðrétta þessa kjaragliðnun.Stjórnarflokkarnir lofuðu fyrir síðustu kosningar að leiðrétta þessa kjaragliðnun. En þeir hafa ekki staðið við það.Í staðinn hafa þeir bætt við nýrri kjaragliðnun! Á árinu 2015 hækkuðu lágmarkslaun um 14,5% en lífeyrir hækkaði aðeins um 3% 1.janúar það ár. Raunar átti sú hækkun rætur að rekja til 6,6% hækkunar launavísitölu 2014.Það þarf að hækka lífeyri aldraðra um 30% til þess að leiðrétta alla þessa kjaragliðnun.Lífeyrisþega munar mikið um slíka hækkun.Þeir krefjast þess að fá hana strax.Þeir geta ekki beðið.Kjör lífeyrisþega á Íslandi standa langt að baki kjörum aldraðra og öryrkja á hinum Norðurlöndunum.. Það er kominn tími til þess að samræma kjörin og gera öllum eldri borgurum kleift að lifa mannsæmandi lífi.Í dag hefur hópur ellilífeyrisþega ekki fyrir öllum útgjöldum.Hann verður að neita sér um læknishjálp,lyf eða jafnvel mat!
Björgvin Guðmundsson
Meginflokkur: Stjórnmál og samfélag | Aukaflokkur: Bloggar | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.