Alltof miklar skerðingar vegna fjármagnstekna!

 

Í stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar segir að afturkalla eigi  aukna skerðingu tryggingabóta aldraðra vegna fjármagnstekna. Ef eldri borgari minnkar við sig íbúð sína og kaupir aðra ódýrari og leggur mismuninn í banka er honum refsað grimmilega fyrir það. Tryggingastofnun hrifsar þá drjúgan hluta af lífeyri hans hjá TR af honum.Bjarni Benediktsson lofaði því í þingkosningunum 2013 að afnema þessa skerðingu en hann sveik það loforð. Bjarni lofaði að afnema allar tekjutengingar í kerfi almannatrygginga.Hann hefur ekkert gert í því.

Skerðingar vegna fjarmagnstekna voru auknar um áramótin 2008/2009.Það er búið að marglofa því að afturkalla þá auknu skerðingu en ekki hefur verið staðið við það. Í rauninni væri eðlilegt,að eldri borgarar gætu átt ákveðna upphæð í banka án þess að Tryggingastofnun færi að skerða lífeyri þeirra af þeim sökum.En frítekjumarkið er svo lágt i dag að það tekur þvi varla að nefna það. Fritekjumarkið er tæpar hundrað þúsund krónur á ári. M.ö.o Lífeyrisþegi má hafa tæpar 100 þúsund krónur í fjármagnstekjur á ári án þess að tryggingabætur skerðist. Það þarf að  rýmka þetta frítekjumark verulega.Og best væri að sfnema þessar skerðingar alveg eins og Bjarni Ben. lofaði fyrir kosningar 2013.

Björgvin Guðmundsson


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband