Fimmtudagur, 14. janúar 2016
Lífeyrir aldraðra hjá TR lægri í hlutfalli af lágmarkslaunum en á kreppuárunum!
Samkvæmt upplýsingum Tryggingastofnunar ( staðtölur) hafa tryggingabætur aldraðra lækkað í hlutfalli af lágmarkslaunum síðan núverandi ríkisstjórn tók við. Hlutfallið var hærra á kreppuárunum í tíð ríkisstjórnar Jóhönnu Sigurðardóttur en í stjórnartíð Sigmundar Davíðs!
Árið 2012,síðasta heila árið,sem ríkisstjórn Jóhönnu var við völd, var lífeyrir aldraðra einhleypinga 105% af lágmarkslaunum (lágmarkstekjum) verkafólks.Árið 2013,þegar hægri stjórnin tók við , var lífeyrir aldraðra einhleypinga 103% af lágmarkslaunum.En 2014,fyrsta heila ár hægri stjórnarinnar,var lífeyrir aldraðra einhleypinga aðeins 101,6% af lágmarkslaunum.
Athyglisvert er,að á kreppuárunum fengu lífeyrisþegar hærra hlutfall lífeyris af lágmarkslaunum en á "góðærisárum" Sigmundar Davíðs og Bjarna.Þessar staðreyndir opinbera,að þrátt fyrir stórkallalegar yfirlýsingar Sigmundar Davíðs og Bjarna um mikil afrek þeirra í lífeyrismálum hafa þeir ekki náð sama árangri og kreppustjórnin.Þeir standa henni langt að baki í þessum efnum eins og framangreindar tölur leiða í ljós. Allar yfirlýsingar þeirra um hærri bætur en áður eru marklausar.
Björgvin Guðmundsson
Meginflokkur: Stjórnmál og samfélag | Aukaflokkur: Bloggar | Breytt s.d. kl. 13:02 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.