Vill Eygló leggja niður almannnatryggingarnar?

Eygló Harðardóttir félagsmálaráðherra var gestur á Útvarpi Sögu í dag.Helst var á henni að heyra að hún vildi leggja niður almannatryggingarnar,þar eð hún talaði mikið um að lífeyrissjóðirnir ættu að taka við hlutverki almannatrygginga og almannatryggingarnar aðeins að vera öryggisnet fyrir þá sem ekki gætu greitt í lífeyrissjóð.Þarna er kannski komin skýringin á því hvers vegna hún og Bjarni Ben vilja ekkert gera til þess að efla almannatryggingarnar og hvers vegna þau halda lífeyri aldraðra og öryrkja niðri við fátækramörk mánuðum saman.Þessi skoðun hefur svo sem heyrst áður.En almannatryggingarnar voru stofnaðar til þess að vera fyrir alla en ekki til þess að vera fátækraframfærsla fyrir fáa eins og Egló vill nú.Það er "billegt" fyrir félagsmálaráðherrann að velta vandanum yfir á lífeyrissjóðina, þegar ráðherrann hefur gefist upp við að efla almannatryggingarnar þannig,að þær geti greitt öldruðum og öryrkjum sómasamlegan lífeyri.En það hefur hvergi verið samþykkt að breyta almannatryggingum á þann hátt sem Eygló talaði um.Hún ætti því að reyna að efla tryggingarnar þannig að þær geti gegnt sínu hlutverki. Þær geta það ekki í dag.Enda þótt margir eldri borgarar fengju góðan lífeyri úr lífeyrissjóði ,ef almannatryggingar hrifsuðu hann ekki af þeim,eða ígildi hans gegnir öðru máli með öryrkja. Þeir verða að fá sinn lífeyri frá almannatryggingum.Og þó reynt verði af öllum kröftum að koma þeirri breytingu á,sem Eygló boðaði, mun slík breyting taka mjög langan tíma.Almannatryggingar munu áfram um langa framtíð sjá

öldruðum og öryrkjum fyrir lífeyri.En þá reynir á að 

ráðamenn eins og Eygló  standi í stykkinu og greiði lífeyrisþegum þann lifeyri sem dugar til framfærslu.Hann gerir það ekki í dag.

Björgvin Guðmundsson


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Anna Sigríður Guðmundsdóttir

Karlaveldis-kúguð og velviljuð Eygló ræður engu. Og það vita þeir sem reyna að niðurlægja hana sem allra mest opinberlega.

Það sjá og skilja allir sem vita hvernig karlrembu-embættiskúgunarstjórnsýslan virkar í raun á lífeyrisrænandi/svíkjandi kerfisspillingar-Íslandinu.

Skömm embættismanna-svikastjórnsýslunnar er á allan hátt óverjandi og skelfileg staðreynd, sem þingið fær ekki neinu um breytt!

Það er nú allt lýðræðið á Íslandi!

M.b.kv.

Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 14.1.2016 kl. 01:25

2 Smámynd: Snorri Hansson

Það eru margir að bíða eftir Péturs Blöndal nefndinni.

Snorri Hansson, 14.1.2016 kl. 02:26

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband