Þurfa aldraðir minna til framfærslu en verkafólk?

Þegar verkalýðshreyfingin ákvað  í síðustu kjaradeilu að berjast fyrir 300 þúsund króna lágmarkslaunum á mánuði var það vegna þess,að verkafólk gat ekki lifað af 214 þúsund krónum á mánuði eins og skammtað var. Segja má,að þjóðfélagið allt hafi tekið undir kröfuna um 300 þúsund króna lágmarkslaun. Og eldri borgarar lýstu strax yfir stuðningi við þessa kröfu.En gildir ekki það sama um eldri borgara og öryrkja? Geta þeir fremur lifað af rúmlega 200 þúsund krónum á mánuði?Nei svo sannarlega ekki.Það eru nákvæmlega sömu rök sem gilda fyrir því að hækka lífeyri aldraðra í 300 þúsund krónur á mánuði eins og að hækka lágmarkslaun  í þá upphæð.Einhleypir eldri borgarar hafa nú aðeins 207 þúsund krónur á mánuði eftir skatt en verkalýðshreyfingin taldi ekki unnt að lifa af svo lágri upphæð og knúði fram 300 þúsund á mánuði á 3 árum. Í fyrsta afanga voru lágmarkslaunin hækkuð um  31 þúsund krónur á mánuði eða um 14,5%. En ríkisstjórnin taldi það of mikið fyrir aldraða og öryrkja og hélt lífeyri niðri í 11 mánuði  sl.ár Og  ríkisstjórnin hefur ekki viljað samþykkja 300 þúsund króna kröfuna enn.-Kjaranefnd Félags eldri borgara er ekki að berjast fyrir miklum hækkunum fyrir þá,sem hafa góðan lífeyrissjóð eða aðrar tekjur.Við erum að berjast fyrir þá sem hafa engan eða lélegan lífeyrissjóð.

Ríkisstjórnin er alltaf að tala um einhverjar miklar hækkanir,sem lífeyrisþegar hafa ekki orðið varir við.Og stjórnin talar um mikla hækkun kaupmáttar bóta. Eldri borgarar finna á eigin skinni hvernig staðan er.Þeir þurfa ekki að láta segja sér neitt um það.Launavísitala hækkaði um 6,6%  árið 2014. Kaupmáttur launa hækkaði um 5,8% það ár. En lífeyrir hækkaði aðeins um 3,6%.Lífeyri var haldið niðri. Það var því kjaragliðnun það ár.Það var kjaragliðnun sl. ár og það var kjaragliðnun 2009-2013. Það þarf að hækka lífeyri um 30% til þess að leiðrétta alla þessa kjaragliðnun. Eldri borgara og öryrkja munar um þá hækkun. Þeir þurfa að fá hana og þeir þurfa að fá hana strax.

 

Björgvin Guðmundsson


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband