Miklar launahækkanir á síðasta ári en lífeyri haldið niðri!

Á síðasta ári urðu meiri almennar launahækkanir en orðið höfðu í langan tíma.Samkvæmt lögum á lífeyrir aldraðra og öryrkja að hækka í samræmi við launaþróun.En hvernig má það þá vera,að lífeyri var haldið óbreyttum  nær allt árið, eða í 11 mánuði.Að mínu mati var verið að þverbrjóta lögin með því háttalagi.En stjórnarherrarnr víla það ekki fyrir sér.

Lítum á nokkrar tölur um launaþróun sl. ár:

Ráðherrar fengu 107 þúsund króna kauphækkun á mánuði 1.mars 2015.Fengu greitt sl. haust rúma milljón í vasann  hver  fyrir jólin( afturvirk hækkun).

 

Dómarar fengu allt að 50% launahækkun frá 1.mars.

Verkafólk og þar á meðal verslunar-og skrifstofumenn fengu 14,5% hækkun  lágmarkslauna 1.mai.

Fiskvinnslufólk fékk 30% hækkun byrjunarlauna frá 1.mai.

Nýlæknar fengu 25% launahækkun 2015. Aðrir læknar fengu rúmlega 20% launahækkun 2015 en 40% alls á samningstímanum.

Kennarar fengu miklar launahækkanir (framhaldsskólakennarar 44% á 3 árum).

Í kjölfar allra þessara miklu launahækkana fengu lífeyrisþegar 0% hækkun 2015!

Lífeyrisþegar fengu 3% hækkun lífeyris 1.janúar 2015 vegna mikilla launahækkana 2014.En á því ári hækkaði launavísitala um 6,6% og kaupmáttur launa hækkaði um 5,8%.Lífeyrir hækkaði hins vegar aðeins um 3,6% 2014.

Ljóst er af framangreindum tölum,að aldraðir og öryrkjar hafa verið hlunnfarnir árið 2015.Þeir hafa ekki fengið eðlilega og lögbundna hlutdeild í kjarabótum ársins.Lífeyrisþegar hafa verið skildir eftir.Í stað þess að láta aldraða og öryrkja hafa forgang eins og eðlilegt hefði verið voru þeir settur aftast i röðina og úthlutað miklu minna en aðrir fengu.Þetta er til skammar fyrir íslenskt samfélag.

Björgvin Guðmundsson


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband